Varnarmaðurinn Gustav Kjeldsen, leikmaður Vestra í Bestu deild karla, verður ekkert með liðinu í sumar en hann er búinn að slíta hásin. Þetta tilkynnti félagið í dag.
Gustav var valinn besti leikmaður Vestra á síðasta tímabili en liðið komst þá upp í deild þeirra bestu eftir sigur á Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvellinum.
Skelfilegar fréttir fyrir Vestra en Gustav lék 25 leiki fyrir liðið á síðasta ári og skoraði í þeim tvö mörk.
Vestri byrjar tímabilið þann 7. apríl með útileik á móti Fram og í kjölfarið koma leikir gegn Breiðablik og KA.
Athugasemdir