Kristinn er Bliki í húð og hár og er lifandi dæmi um það að heima er best. Hann lék með Breiðabliki út tímabilið 2011, í kjölfarið fór hann í atvinnumennsku og var hjá Halmstad næstu árin. Næst fór hann til Columbus Crew og lauk tíma sínum í atvinnumennsku hjá Sundsvall.
Kristinn sneri aftur til Íslands fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir FH. Þar lék hann í tvö tímabil þar sem hann var ekki upp á sitt besta.
Hann er nú á leiðinni í sitt þriðja tímabil í röð með Breiðabliki. Tímabilið 2020 skoraði hann sex mörk í deild og í fyrra skoraði hann níu mörk.
Á sínum tíma lék hann þrjá A-landsleiki og skoraði tvö mörk í þeim leikjum. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Breiðablik
Hin Hliðin - Kristinn Steindórsson (Breiðablik) (frá 2010)
Kristinn sneri aftur til Íslands fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir FH. Þar lék hann í tvö tímabil þar sem hann var ekki upp á sitt besta.
Hann er nú á leiðinni í sitt þriðja tímabil í röð með Breiðabliki. Tímabilið 2020 skoraði hann sex mörk í deild og í fyrra skoraði hann níu mörk.
Á sínum tíma lék hann þrjá A-landsleiki og skoraði tvö mörk í þeim leikjum. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Breiðablik
Hin Hliðin - Kristinn Steindórsson (Breiðablik) (frá 2010)
Fullt nafn: Kristinn Steindórsson
Gælunafn: Kiddi
Aldur: 31 árs
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2007
Uppáhalds drykkur: Kaffið sem ég geri mér heima
Uppáhalds matsölustaður: Ég fer oftast á Pure Deli. Mjög góður matur
Hvernig bíl áttu: Volvo XC40
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Enginn einn uppáhalds en núna nýlega verð ég að segja After Life með Ricky Gervais og The Witcher
Uppáhalds tónlistarmaður: Iron Maiden
Uppáhalds hlaðvarp: Þessa stundina sennilega Huberman Lab
Fyndnasti Íslendingurinn: Sonur minn
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Það var áminning um tíma hjá kírópraktor
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aberdeen
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kaka
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það er hægt að taka eitthvað frá öllum þjálfurum þannig að það er mjög erfitt að segja
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Scott Brown er holdgervingur þess að vera óþolandi leikmaður
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Á margar flottar fyrirmyndir innan fjölskyldunnar
Sætasti sigurinn: Heimasigurinn gegn Austria Wien í sambandsdeildinni í fyrra var mjög sætur
Mestu vonbrigðin: Þið megið giska
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ætli ég myndi ekki ná aftur í hann Finn Orra minn
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ásgeir Galdur
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Karl, Bökki, Baby Rú eða hvað sem þú vilt kalla hann er allur pakkinn.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ekki hugmynd
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi. Minn personal favorite er samt Andres Iniesta.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Dagur Dan veit hvað hann er að gera
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá mér og Klefinn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það gleymist seint þegar að Gummi Kri tók upp handfylli af drullu af Kópavogsvelli og henti framan í andstæðing
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ég passa mig á því að hafa ekki neitt
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NFL, Pílu, Formúlu 1 og svo stórmótunum í Golfi
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom og Nike Magista
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði
Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég fékk mér rauðrófusafa í fyrsta skipti fyrir leik. Drakk alltof mikið, var að drepast í maganum allan leikinn og gat ekki neitt. Eftir leik meig ég svo eld rauðu og panikkaði og öskraði á sjúkraþjálfarann sem hló bara að mér.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Gísli Eyjólfs, þroskaþjálfi. Viktor Örn, sálfræðingur. Brynjar Atli, lyfjafræðingur. Þetta er skrítinn kokkteill sem ég held að gæti virkað fáranlega vel samt.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég reima skóna mína með því að gera tvö kanínueyru svona eins og litlu börnin læra að gera það. Hef aldrei skilið hina aðferðina.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Sölvi. Ljúfur og hógvær þrátt fyrir að vera ekkert eðlilega myndarlegur og módelast fyrir allar heitustu fatabúðir landsins.
Hverju laugstu síðast: Að syni mínum að sápukúlurnar væru búnar. Það er bara hægt að blása ákveðið mikið í einu áður en maður gefst upp.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp (hlaup án bolta) og vissar sendingar æfingar
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Mr. Alberico Evani hvernig hann fer að því að vera svona nettur.
Athugasemdir