Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Marseille þarf að borga 6 milljónir fyrir De Zerbi
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Roberto De Zerbi virðist vera að taka við franska félaginu Olympique Marseille eftir að hafa ákveðið að hætta með Brighton eftir síðustu leiktíð.

De Zerbi er 45 ára gamall og var orðaður við ýmis stórlið eftir að hann hætti hjá Brighton, en virðist vera á góðri leið með að samþykkja samningstilboð frá Marseille.

De Zerbi er í viðræðum við stjórnendur Marseille og greinir Fabrizio Romano frá því að samkomulag sé í höfn. Nú þarf Marseille einungis að kaupa De Zerbi frá Brighton, þar sem hann er enn samningsbundinn félaginu.

Marseille þarf að greiða 6 milljónir evra til að klófesta De Zerbi, en sú upphæð var í 15 milljónum áður en De Zerbi fékk leyfi til að hætta hjá Brighton.

Marseille, sem endaði í áttunda sæti frönsku deildarinnar á miklu vonbrigðatímabili, fær því tækifæri til að kaupa eftirsóttan þjálfara á afsláttarverði.

De Zerbi fær þriggja ára samning hjá sínu nýja félagi þar sem hann mun meðal annars starfa samhliða Pablo Longoria og Medhi Benatia.
Athugasemdir
banner
banner