Sigurður Arnar er Eyjamaður í húð og hár, hann er miðvörður sem á að baki ríflega 70 deildarleiki með ÍBV og lék á einum tímapunkti einn U21 landsleik.
Hann hefur frá og með tímabilinu 2018 leikið stórt hlutverk í liði ÍBV og lék sautján leiki þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni síðasta haust. Alls á hann 89 leiki í öllum keppnum með ÍBV og KFS og hefur í þeim skorað ellefu mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina
Hann hefur frá og með tímabilinu 2018 leikið stórt hlutverk í liði ÍBV og lék sautján leiki þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni síðasta haust. Alls á hann 89 leiki í öllum keppnum með ÍBV og KFS og hefur í þeim skorað ellefu mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina
Fullt nafn: Sigurður Arnar Magnússon
Gælunafn: Oftast Siggi en Andri Óla startaði líka Siggarito sem kemur stundum, hef gaman af því
Aldur: 22 ára
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Kom inná og náði að taka eitt innkast í 4-1 sigri á Val 25. september 2016
Uppáhalds drykkur: Epla toppur
Uppáhalds matsölustaður: Gott í Vestmannaeyjum
Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl en er á Toyota Auris bílaleigubíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break og einnig harður Survivor maður
Uppáhalds tónlistarmaður: Aron Can
Uppáhalds hlaðvarp: Beint í bílinn
Fyndnasti Íslendingurinn: Hneykslaður Steindi Jr
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ja sama plan og i siðustu viku
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þetta breytist svo hratt í fótbolta, Wilshere ætlaði örugglega ekki að spila fyrir AGF þegar hann var 22 ára
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Shahab Zahedi lét mann oft líta illa út á æfingum
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið ótrúlega heppinn með marga þjálfara en verð að nefna Jón Ólaf Daníelsson, hann á mikið í mér
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Eduardo Aguirre var stundum að reyna að meiða mig þegar boltinn var ekki einu sinni í leik, það veit örugglega enginn hver hann er en vel þreyttur gaur
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Pabbi alltaf verið mikil fyrirmynd svo fannst mér Nemanja Vidic geggjaður
Sætasti sigurinn: Hefði verið bikarinn 2020 en eftir erfið ár var gott að hjálpa ÍBV aftur upp í efstu deild
Mestu vonbrigðin: Þegar við vorum rændir Bikarnum 2020, skil ekki en að það hafi ekki verið vilji til að klára þetta um vorið
Uppáhalds lið í enska: Hefðir mátt spyrja mig fyrir 10 árum, Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ísak Andri Sigurgeirsson kom á láni í fyrra og fittaði flott inn, væri til í hann í mitt lið
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ásgeir Galdur
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Róbert Aron Eysteinsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ragna Sara Magnúsdóttir bað mig um að nefna sig, ragnasara9 á snap ef menn vilja checka á því
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo og Messi tveir yfirburðar, hallast að Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Nökkvi Már Nökkvason er kallaður Aquaman, förum ekki nánar í það en þið getið ímyndað ykkur af hverju
Uppáhalds staður á Íslandi: Herjólfsdalur, sérstaklega eina ákveðna helgi
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var að spila leik í Grindavík þegar Steini Þuru kallar á mig maður í bak þó að boltinn sé hinum megin á vellinum. Þegar ég sný mér við þá stendur Krummi svona meter frá mér og starir á mig. Leið í eina sek eins og hann væri þrír metrar að fara að borða mig hvað mér brá mikið
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei er búinn að venja mig af öllu þannig
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef ekki mikinn tíma til að fylgjast almennilega með en get dottið í allt sem ég rekst á. Íslenska landsliðið á stórmótum í handbolta er eitthvað sem ég reyni að fylgjast með.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Skrift
Vandræðalegasta augnablik: Ég var nýfluttur til Reykjavíkur til að stunda nám í háskólanum. Við fengum íbúð á stúdentagörðum og vorum svo nýflutt inn að það átti eftir að græja ýmislegt. Einn morguninn vakna ég aðeins of seint og það er alveg að byrja tími á zoom, ég nenni eitthvað takmarkað að klæða mig og tek bara slopp frá konunni sem liggur á gólfinu og fer fram í eldhús til að taka tímann þar sem við vorum ekki komin með borð inni í herbergi. Við sitjum þar saman og erum í sitthvorum zoom tímanum og heyrum greinilega að það eru flutningar í íbúðinni hliðin á. Svo bregður okkur við það þegar stelpan hliðin á er kominn út á svalir að skoða en við vorum ekki kominn með gluggatjöld og maður stendur nánast inni í eldhúsi hjá nágrananum þegar maður er á svölunum. Við hlæjum af þessu og kærastan segir "Sjá þig líka í þessum slopp" sem var alltof lítill. Ég svara "Ég er líka nakinn undir" og er að meina hvað þetta var tæpt. Tek svo eftir að það kemur á chattið á zoom fundnum "Hver er nakinn í slopp". Þá hafði kennarinn gert fundinn þannig að maður byrji á unmute og ég ekki muteað mig. Það voru yfir hundrað manns í þessum tíma sem hafa ekki hugmynd um hvað væri í gangi og héldu líklega að ég væri í einhverjum perraskap við bara einhverja stelpu.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi taka bræðurna Guðjón Carragher og Franz Sigurjónssyni svo myndi hlæja af þeim rífast og tuða okkur af eyjunni. Það er örugglega ekki til orðheppnari og skemmtilegri tuðarar. Svo tæki ég Nökkva Má því ég held hann hefði álíka gaman af þessu og ég, svo þarf hann líka á fríi að halda frá Ameríku.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég varð ásamt vinum mínum evrópumeistari árið 2018 í tölvuleik sem hermir olíuleit
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Eyþór Orri kemur mér stanslaust á óvart fyrir mjög misgáfulega hluti
Hverju laugstu síðast: Ég er nánast orðinn eins og Svenni Sanni, er alltaf að ljúga einhverju bulli og man aldrei hverju ég var að ljúga
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Yoyo test eru ekki vinsæl
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Leiknisljónið Birgi Baldvinns hvort hann sé búinn að finna út hvað upphrópunarmerkin á hvolfi þýða.
Athugasemdir