Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Leikmenn Skotlands best staðsettu áhorfendurnir
Skotar niðurlútir í leikslok
Skotar niðurlútir í leikslok
Mynd: EPA

Skotland steinlá gegn Þýskalandi í opnunarleiknum á EM í kvöld. Leiknum lauk með 5-1 sigri þýska liðsins.


Arnar Gunnlaugsson er sérfræðingur á Rúv en hann gagnrýndi Andy Robertson fyrirliða skoska liðsins í EM kvöldi eftir leikinn.

„Þegar þú hugsar um Andy Robertson þá er hann að fara að fljúga í tæklingar og vera aggressívur, hann gerði ekkert að þessu í kvöld, hann var fyrirliði liðsins. Þegar hann er ekki með Liverpool leikmenn með sér þá virkar hann eins og meðalmennsku leikmaður," sagði Arnar Gunnlaugsson.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er einnig sérfærðingur á Rúv en hann tók undir orð Arnars en hann gagnrýndi varnarleik liðsins í heild sinni.

„Frammistaða skoska liðsins varnarlega: Vandræðaleg. Pressuðu ekki, fóru ekki í tæklingar og fóru ekki í návígi. Það skipti engu máli hvort þeir væri fimm, fjörutíu eða fjögurhundruð í varnarlínunni, það var allt galopið og sóknarleikurinn; Hvað ætluðu þeir að gera?" sagði Óskar Hrafn.

„Ég sagði það í hálfleik og ég segi það aftur. Best staðsettu áhorfendurnir voru lekmenn Skotlands, þetta er bara þannig því miður, borgiði aðgangseyri," sagði Óskar Hrafn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner