Norska landsliðskonan María Þórisdóttir er búin að framlengja samning sinn við Chelsea út tímabilið 2021 eftir að hafa gengið í raðir félagsins í september 2017.
María er fjölhæf og hefur verið öflug í sterku liði Chelsea. Hún hefur verið notuð í ýmsum stöðum bæði í vörn og á miðju.
María, sem er 25 ára og á ættir að rekja til Íslands, hefur ekki spilað mikið á tímabilinu vegna veikinda og meiðsla. Hún er öll að koma til núna og augljóst að félagið treystir á hana með þessum nýja samning.
Chelsea vann bæði deild og bikar á fyrsta tímabili Maríu en í ár er liðið í þriðja sæti, sex stigum frá toppliði Manchester City.
„Tími minn hérna hefur verið frábær. Stelpurnar eru æðislegar og mér hefur liðið eins og ég sé heima hjá mér frá fyrsta degi," sagði María í viðtali á vefsíðu Chelsea.
Athugasemdir