Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. mars 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sigurður Dagsson (Valur)
Siggi Dags
Siggi Dags
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óli Kalli aftur á Hlíðarenda
Óli Kalli aftur á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Daníel kæmi með á eyjuna.
Kári Daníel kæmi með á eyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Humble Arnór
Humble Arnór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Hlynsson
Ágúst Hlynsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður er Valsari sem lék sumarið 2019 með KH og seinni hluta síðasta sumars með ÍR. Til þessa hefur hann spilað einn keppnisleik með liðinu. Á undirbúningstímabilinu í fyrra skoraði hann fjögur mörk í riðlakeppni Reykjavíkurmótsins og í ár skoraði hann tvö.

Sigurður er sonur Dags Sigurðssonar handboltakappa. Hann á að baki þrjá leiki fyrir U16. Hann spilar oftast á hægri kantinum. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sigurður Dagsson

Gælunafn: Siggi dags

Aldur: 19 að verða 20 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Reykjavíkurmót 2019

Uppáhalds drykkur: hvítt powerade

Uppáhalds matsölustaður: búllan

Hvernig bíl áttu: vw polo

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: fresh prince of bel air

Uppáhalds tónlistarmaður: frank ocean

Uppáhalds hlaðvarp: FM95blö

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Okei takk

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Lazar Samardžić

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Tufa

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Reynir Freyr Sveinsson

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Davíð Beckham

Sætasti sigurinn: 3:2 sigur á móti Fjölni með IR

Mestu vonbrigðin: Meiddist eftir 5 mínútur á Rey cup og missti af öllu mótinu

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ólafur Karl Finsen

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Tjörvi litli frændi

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi:
Kári Daníel

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Auður

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ágúst Hlyns

Uppáhalds staður á Íslandi: Flateyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: í mínum fyrsta Pepsi leik var ég með vitlaust nafn á bakinu og skráður á vitlausu nafni í skýrslu

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já mikið að fylgjast með handbolta og svo nba og nfl

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: mikill predator maður

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: íslensku

Vandræðalegasta augnablik: Var smá tæpur í maganum og kúkaði á mig í leik

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Kára Daníel, Luis carlos cabrera og Óla Friðrik. Kári þyrfti sennilega að draga vagninn, restin er ekki sú sá klárasta en það væri alltaf stemning hjá okkur félögunum

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég bjó í Japan í eitt ár

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Arnór Smárason ekkert eðlilega humble gæi

Hverju laugstu síðast: Að ég hafi ekki notað rúðuþurrkurnar þegar það var frosið og þar með skemmt þær - við mömmu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að vera einn af þeim yngstu og þurfa alltaf að ganga frá og finna bolta í lok æfingar

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Kanye west hvað hvað uppáhalds lagið hans er sem hann samdi sjálfur
Athugasemdir
banner
banner
banner