Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool sýnir bandarískum framherja áhuga
Ricardo Pepi.
Ricardo Pepi.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur áhuga á framherjanum Ricardo Pepi en það er Caught Offside sem segir frá því.

Pepi er 21 árs gamall bandarískur landsliðsmaður sem hefur verið að leika vel í Hollandi.

Pepi hefur skorað sex mörk í 15 leikjum með PSV Eindhoven á þessu tímabili.

Pepi var gríðarlega spennandi leikmaður fyrir nokkrum árum þegar hann var keyptur til Augsburg í Þýskalandi fyrir um 17 milljónir evra. Hann fann sig engan veginn þar en hefur gert betur í Hollandi.

Núna er sagt að Liverpool geti keypt hann fyrir 25 milljónir evra en Bayern München, Borussia Dortmund og Atletico Madrid hafa einnig áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner