HK tilkynnti í dag að Eiður Gauti Sæbjörnsson væri búinn að kveðja félagið. Framherjinn er uppalinn hjá félaginu og sneri aftur í félagið í vor þegar hann var sóttur úr venslafélaginu Ými.
Hann hefur skorað 114 mörk í 121 KSÍ leik á ferlinum, langlflest mörkin komu með Ými en hann skoraði þrjú mörk í 13 leikjum í Bestu deildinni í sumar.
HK vildi halda honum innan sinna raða en þessi 25 ára leikmaður verður áfram í Bestu deildinni. Hann er sterklega orðaður við KR og hefur einnig verið orðaður við Víking.
Hann hefur skorað 114 mörk í 121 KSÍ leik á ferlinum, langlflest mörkin komu með Ými en hann skoraði þrjú mörk í 13 leikjum í Bestu deildinni í sumar.
HK vildi halda honum innan sinna raða en þessi 25 ára leikmaður verður áfram í Bestu deildinni. Hann er sterklega orðaður við KR og hefur einnig verið orðaður við Víking.
„Eiður Gauti Sæbjörnsson kveður HK. Eiður kom til félagsins frá venslafélagi HK, Ými, fyrir sumarið og stóð sig frábærlega. Hann hefur leikið með HK og Ými allan sinn feril og gert hvorki meira né minna en 114 mörk í 121 leik. HK kveður Eið með söknuði en við vitum að þetta er bara tímabundinn aðskilnaður! Vertu ávallt velkominn í Hlýjuna Eiður! Takk fyrir allt!" segir í tilkynningu HK.
Ef hann fer í KR fetar hann í fótspor föður síns, Sæbjörns Guðmundssonar, sem lék með KR á níunda áratug síðustu aldar. Sæbjörn lék á sínum ferli tvo A-landsleiki og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir