Ruud van Nistelrooy, sem stýrði Manchester United í fjórum leikjum á meðan félagið beið eftir Rúben Amorim, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn eftir að ákveðið var á mánudag að hann yrði ekki áfram hjá félaginu.
Van Nistelrooy var ráðinn í sumar sem aðstoðarmaður Erik ten Hag og tók við til bráðabirgða eftir að Ten Hag var rekinn í síðasta mánuði. Van Nistelrooy er einn markahæsti leikmaður í sögu enska félagsins og goðsögn í augum margra stuðningsmanna.
Hann stýrði United í þremur sigurleikjum og jafnteflisleik gegn Chelsea. Portúgalinn Amorim ákvað að hann vildi ekki hafa Van Nistelrooy í sínu þjálfarateymi og því var sá hollenski látinn fara frá félaginu.
Van Nistelrooy var ráðinn í sumar sem aðstoðarmaður Erik ten Hag og tók við til bráðabirgða eftir að Ten Hag var rekinn í síðasta mánuði. Van Nistelrooy er einn markahæsti leikmaður í sögu enska félagsins og goðsögn í augum margra stuðningsmanna.
Hann stýrði United í þremur sigurleikjum og jafnteflisleik gegn Chelsea. Portúgalinn Amorim ákvað að hann vildi ekki hafa Van Nistelrooy í sínu þjálfarateymi og því var sá hollenski látinn fara frá félaginu.
„Til allra hjá Manchester United, sérstaklega starfsfólksins, leikmannanna og stuðningsmanna. Ég vil þakka ykkur af öllu hjarta fyrir ótrúlega viðleitni ykkar og stuðning."
„Það hafa verið forréttindi og heiður að vera fulltrúi félagsins sem leikmaður, þjálfari og stjóri, og ég mun alltaf þykja vænt um minningarnar sem við höfum deilt saman."
„MUFC mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég vona að það verði margir fleiri dýrðardagar á Old Trafford mjög fljótlega - ekki bara vegna þess að ég vil að félaginu gangi vel heldur vegna þess að þið eigið það öll skilið!" skrifar Van Nistelrooy á Instagram.
Athugasemdir