Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 13:08
Elvar Geir Magnússon
Svartfjallalandi
Prosinecki ekki í feluleik og opinberaði byrjunarliðið gegn Íslandi
Icelandair
Robert Prosinecki.
Robert Prosinecki.
Mynd: Getty Images
Driton Camaj í leik Íslands og Svartfjallalands í september.
Driton Camaj í leik Íslands og Svartfjallalands í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Robert Prosinecki þjálfari Svartfjallalands segir að það sé ekkert leyndarmál hvernig byrjunarlið sitt verði gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á morgun.

Þekktasti leikmaður Svartfellinga, Stevan Jovetic, tekur út leikbann. Hann fékk gult í fyrri leiknum gegn Íslandi og svo gegn Wales í síðasta glugga.

Prosinecki las upp byrjunarlið Svartfellinga á fréttamannafundi í dag. Helstu athygli innlendra fjölmiðlamanna vekur að Andrija Radulovic, 22 ára leikmaður Vojvodina í Serbíu fær tækifærið.

Ísland er ekki betra lið en við
Svartfellingar hafa tapað sex síðustu leikjum, þar af öllum fjórum leikjum sínum í riðli Þjóðadeildarinnar.

„Þetta er ekki ánægjuleg staða en er hinsvegar staðreynd. Við eigum tvo leiki og einbeitum okkur núna að Íslandi," segir Prosinecki.

Driton Camaj, leikmaður Svartfjallalands, hefur fulla trú á því að sigur vinnist gegn Íslendingum: „Við skoðuðum fyrri leikinn (sem Ísland vann 2-0), þeir skoruðu tvisvar í uppbótartíma en annars sköpuðu þeir sér ekkert. Ísland er ekki betra lið en við," segir Camaj.

Byrjunarlið Svartfjallalands
13. Igor Nikic (m)
3. Risto Radunovic
5. Igor Vujacic
7. Driton Camaj
8. Marko Jankovic
11. Nikola Krstovic
15. Nikola Sipcic
16. Vladimir Jovovic
18. Marko Bakic
22. Andrija Radulovic
23. Adam Marusic


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner