Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Enskur dómari hjá Íslandi - Komst í heimsfréttirnar í fyrra
Icelandair
Kirsty Dowle.
Kirsty Dowle.
Mynd: Getty Images
Hin enska Kirsty Dowle verður með flautuna á eftir þegar Ísland mætir Póllandi í undankeppni EM 2025.

Dowle er spennandi dómari sem hefur verið að skapa sér nafn á Englandi síðustu árin. Hún er einn fremsti dómari kvennaboltans á Englandi og dæmdi hún úrslitaleik FA-bikarsins 2022 og úrslitaleik deildabikarsins í fyrra.

Hún vakti mikla athygli í október í fyrra þegar hún dæmdi leik Southend og Oxford í karlaboltanum á Englandi.

Eftir að hún hafði flautað af, þá tóku áhorfendur sig á vellinum til og klöppuðu fyrir henni. Hún dæmdi leikinn það vel. Fjölmiðlamenn á vellinum töluðu um að þeir hefðu aldrei séð slíkt áður, að áhorfendur klappi fyrir dómaranum eftir frábærlega dæmdan leik. Stóru miðlanir á Englandi fjölluðu um þetta en henni var einnig hrósað í hástert á samfélagsmiðlum eftir leikinn.

Dowle vann sem lestarstarfsmaður áður en hún byrjaði að dæma í fullu starfi í fyrra.

Leikur Íslands og Pólland hefst klukkan 17:00 og er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.




Athugasemdir
banner
banner
banner