Ísland æfði í dag lokaæfingu sína fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld.
Æfingin í dag fór fram á þjóðarleikvangi Svartfellinga en grasflötur vallarins er ekki orðinn nægilega góður að mati UEFA og því verður spilað í öðrum bæ, Niksic, á morgun. Íslenska þjálfarateymið valdi að æfa samt þar og sleppa við tvær rúmlega klukkutíma bílferðir til Niksic í dag.
Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliða íslenska liðsins fannst völlurinn í Podgorica þó fínn þegar hann var spurður út í hann á fréttamannafundi seinnipartinn.
„Þetta er eitthvað sem UEFA hefur ákveðið. Fínasti völlur, ég verð að segja eins og er. Það var kannski inni í teigunum sem maður var að renna svolítið mikið á æfingunni. Annars er ekkert hægt að kvarta yfir þannig séð," sagði Aron Einar.
Myndirnar að neðan eru frá æfingunni í Podgorica.
Athugasemdir