Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Spánverjar gera tilraunir - Ronaldo og Modric byrja
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld þar sem fjórir leikir hefjast á sama tíma í næstsíðustu umferð deildakeppninnar.

Danmörk tekur á móti Spáni í spennandi viðureign á meðan Serbía heimsækir Sviss í hatrömmum fjandslag. Öll þessi lið leika í riðli 4 þar sem Danmörk og Serbía eru að berjast um annað sætið. Svisslendingar eru fallnir niður í B-deild og Spánverjar búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina.

Danir mæta til leiks með sitt sterkasta tiltæka byrjunarlið þar sem Christian Eriksen, Rasmus Höjlund og Joachim Andersen eru meðal byrjunarliðsmanna. Þeir vita að sigur í kvöld fer langleiðina með að tryggja Dönum sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.

Spánverjar eru búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mæta til leiks með tilraunakennt byrjunarlið, þar sem lykilmenn á borð við Fabian Ruiz, Nico Williams og Álvaro Morata byrja á bekknum.

Ayoze Pérez leiðir sóknarlínu gestanna með Mikel Oyarzabal, Álex Baena og Dani Olmo fyrir aftan sig. Mikel Merino, Pedro Porro og David Raya eru einnig meðal byrjunarliðsmanna.

Svisslendingar og Serbar mæta til leiks með sín sterkustu byrjunarlið í leik sem er afar mikilvægur fyrir stolt beggja þjóða. Það ríkir mikill rígur á milli þessara landsliða vegna sterkra tenginga svissneska landsliðsins við Albaníu.

Portúgal og Króatía geta þá tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigrum gegn Póllandi og Skotlandi í kvöld.

Króatía og Pólland eru að berjast um annað sætið en ljóst er að Pólverjar þurfa svo gott sem kraftaverk til að takast að stela sætinu af Króötum.

Cristiano Ronaldo og Luka Modric eru á sínum stöðum í byrjunarliðum Portúgal og Króatíu en Robert Lewandowski er ekki með pólska landsliðinu vegna meiðsla.

Skotar mæta hins vegar til leiks með sterkt lið þar sem Scott McTominay, Billy Gilmour og Andy Robertson eru liðtækir þrátt fyrir meiðsli í öðrum stöðum.

Danmörk: Schmeichel, Bah, Andersen, Vestergaard, Kristiansen, Hjulmand, Norgaard, Hojbjerg, Eriksen, Gronbaek, Hojlund

Spánn: Raya, Porro, Vivian, Laporte, Cucurella, Zubimendi, Merino, Oyarzabal, Olmo, Baena, Perez



Sviss: Kobel, Comert, Amenda, Rodriguez, Fernandes, Freuler, Xhaka, Okafor, Rieder, Amdouni, Embolo

Serbía: Petrovic, Babic, Milenkovic, Veljkovic, Zivkovic, Maksimovic, Gudelj, Terzic, Samardzic, Vlahovic, Mitrovic



Portúgal: D.Costa, Dalot, A.Silva, Veiga, Mendes, B.Silva, J.Neves, Fernandes, Neto, Leao, Ronaldo

Pólland: Bulka, Bereszynski, Piatkowski, Bednarek, Kiwior, Zalewski, Romanczuk, Szymanski, Zielinski, Urbanski, Piatek



Skotland: Gordon, Ralston, Souttar, Hanley, Robertson, McLean, Gilmour, McTominay, Doak, Christie, Conway

Króatía: Kotarski, Jakic, Sutalo, Caleta-Car, Gvardiol, Modric, Kovacic, L.Sucic, P.Sucic, Baturina, Kramaric
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner