Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Goretzka skiptir um umboðsteymi
Mynd: EPA
Þýski miðjumaðurinn Leon Goretzka er orðinn þreyttur á bekkjarsetunni hjá FC Bayern og er búinn að skipta um umboðsteymi til að sjá um sín mál.

Umboðsskrifstofan ROOF mun núna sjá um Goretzka og hans samningsmál, en leikmenn á borð við Serge Gnabry, Virgil van Dijk og Kai Havertz eru hjá sömu skrifstofu.

Goretzka á tæplega tvö ár eftir af samningi við Bayern en hann hefur eingöngu komið við sögu í níu leikjum undir stjórn Vincent Kompany og alltaf sem varamaður nema einu sinni.

Goretzka er 29 ára gamall með yfir 200 leiki að baki á rétt rúmum sex árum í München. Hann á auk þess 57 leiki fyrir þýska landsliðið og hefur skorað 14 mörk í þeim.

Goretzka er stór og sterkur miðjumaður sem er bæði öflugur varnarlega og sóknarlega. Hann ólst upp hjá Bochum og lék svo fyrir Schalke áður en hann var fenginn yfir til Bayern.

Eins og staðan er í dag er Goretzka fjórði í goggunarröðinni hjá Kompany fyrir byrjunarliðssæti á miðjunni, eftir Joshua Kimmich, Joao Palhinha og Konrad Laimer.
Athugasemdir
banner
banner