Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Japan með annan fótinn á lokamótinu
Mynd: EPA
Indónesía 0 - 4 Japan
0-1 Justin Hubner ('35, sjálfsmark)
0-2 Takumi Minamino ('40)
0-3 Hidemasa Morita ('49)
0-4 Yukinari Sugawara ('69)

Japan er á blússandi siglingu í undankeppni Asíuþjóða fyrir HM 2026 og vann liðið þægilegan sigur í Indónesíu í dag.

Japanir eru með gríðarlega sterkt lið og eru margir sammála um að hér gæti nýtt gullaldarlið verið að myndast.

Í dag skoruðu Takumi Minamino, Hidemasa Morita og Yukinari Sugawara mörk leiksins og átti Kaoru Mitoma stoðsendingu.

Sugawara og Mitoma spila báðir í ensku úrvalsdeildinni á meðan Minamino er fyrrum leikmaður Liverpool og Morita leikur fyrir Sporting CP, besta liðið í Portúgal.

Auk þeirra mátti finna Daichi Kamada og Wataru Endo í byrjunarliði Japan en þeir leika báðir sem miðjumenn í ensku úrvalsdeildinni. Varnarmaðurinn eftirsótti Ko Itakura var einnig í byrjunarliðinu og þá voru menn á borð við Takefusa Kubo og Kyogo Furuhashi á bekknum.

Japan er komið með 13 stig eftir 5 umferðir í undankeppni HM og er aðeins átta stigum frá því að tryggja sér sæti á lokamótinu - þó að heilar fimm umferðir séu eftir af undanriðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner