Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sýndi hvers hann er megnugur og tók skrefið upp um deild
,,Markmiðið að komast upp í deild þeirra bestu"
Lengjudeildin
Skoraði 15 mörk í sumar með KFA.
Skoraði 15 mörk í sumar með KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var keyptur til KFA frá Njarðvík í vor.
Var keyptur til KFA frá Njarðvík í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var á mála hjá Njarðvík 2022-23.
Var á mála hjá Njarðvík 2022-23.
Mynd: Njarðvík
Eiður Orri Ragnarsson samdi við Keflavík í síðasta mánuði, gerði tveggja ára samning við félagið. Hann kemur frá KFA þar sem hann lék í sumar en Eiður er uppalinn hjá Einherja og hefur einnig leikið með Njarðvík og Hetti/Hugin á sínum ferli. Eiður ræddi við Fótbolta.net um félagaskipti sín til Keflavíkur.

„Aðdragandinn að félagaskiptumum er sá að eftir að ég var seldur frá Njarðvík til KFA síðasta vetur þá hafði ég ekkert lið til að æfa með þar sem ég var fastur í vinnu inn í tímabilið. Ég æfði með Keflavík í mánuð í vor áður en ég flutti austur og þeim leist vel á mig. Svo höfðu þeir samband við mig eftir tímabilið," segir Eiður Orri.

„Það sem er mest heillandi við Keflavík er að það er góð umgjörð í kringum liðið, margir ungir leikmenn í hópnum og liðið er heilt yfir geggjað, góður andi og stemning í klefanum. Þjálfararateymið er líka virkilega gott."

Var hjá grönnunum í Njarðvík
„Ég þekkti meistarana Stefán Jón og Ásgeir Orra persónulega áður en ég skrifaði undir, var með þeim í FS. Svo þekkti ég fleiri unga leikmenn í gegnum FS."

Hafandi verið á svæðinu, varstu einhvern tímann áður nálægt því að ganga í raðir Keflavíkur?

„Ég var aldrei nálægt því að semja við félagið fyrr en ég byrjaði að æfa með þeim og þegar þeir sýndu mér áhuga."

Eiður tók ákvörðun eftir tímabilið í ár að hann vildi spila í Lengjudeildinni og Keflavík varð lendingin. Í aðdraganda tímabilsins 2022 samdi hann við nágrannana í Njarðvík. Hvernig var aðdragandinn að því og var aldrei pæling að fara aftur í Njarðvík núna?

„Ég flutti suður til að stunda nám í FS og var þar að leiðindum ekki með neitt lið til að æfa með, ég fékk að mæta á æfingar hjá Njarðvík og þeir höfðu áhuga að fá mig og ég endaði á því að skrifa undir hjá þeim. Ég var svo seldur í vor og það var ekki hugsunin að snúa aftur þangað heldur var ég að halda mínum valmöguleikum opnum hjá liðum sem höfðu áhuga að fá mig eftir tímabilið."

Lagði meira á sig og það skilaði sér
Eiður átti mjög gott tímabil, skoraði 13 mörk með KFA í 2. deild og rúmlega þrefaldaði markafjölda sinn milli tímabila.

„Tímabilið í ár var geggjað en kannski ekki alveg sem við ætluðum að gera sem lið, þetta var góður hópur, skemmtilegir leikmenn og þjálfarar. Tímabilið í heildina fyrir mig var virkilega gott, ekki hægt að kvarta mikið, en mér finnst að ég hefði getað skorað meira. En það er eins og það er."

„Ég lenti í meiðslum í lok tímabilsins 2023 og það er kannski hægt að kalla þetta tímabil smá „redemption", ég sýndi hvað ég virkilega get. Ég lagði meira á mig í vetur og það skilaði sér í sumar."


Aðspurður segir að hans besta staða á vellinum séu báðir kantarnir. En hvað vill hann afreka með Keflavík?

„Markmiðið í sumar er að komast upp í deild þeirra bestu með Keflavík," segir Eiður.
Athugasemdir
banner
banner
banner