Arsenal er sagt íhuga tilboð í Mohammed Kudus, framherja West Ham, fyrir janúargluggann.
Samkvæmt talkSPORT er Arsenal að skoða það að virkja riftunarverðið sem er í samningi Kudus. Það hljóðar upp á 85 milljónir evra.
Samkvæmt talkSPORT er Arsenal að skoða það að virkja riftunarverðið sem er í samningi Kudus. Það hljóðar upp á 85 milljónir evra.
Sóknarleikur Arsenal hefur gengið erfiðlega fyrir sig á tímabilinu og hefur hann verið frekar fyrirsjáanlegur.
West Ham er sagt tilbúið að selja Kudus en Newcastle og Liverpool hafa einnig áhuga á honum.
Kudus skoraði 18 mörk og lagði upp sjö á síðasta tímabili en hann hefur komið að fjórum á yfirstandandi leiktíð. Hann er 24 ára gamall og er landsliðsmaður Gana.
Athugasemdir