Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kudus orðaður við Arsenal
Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: EPA
Arsenal er sagt íhuga tilboð í Mohammed Kudus, framherja West Ham, fyrir janúargluggann.

Samkvæmt talkSPORT er Arsenal að skoða það að virkja riftunarverðið sem er í samningi Kudus. Það hljóðar upp á 85 milljónir evra.

Sóknarleikur Arsenal hefur gengið erfiðlega fyrir sig á tímabilinu og hefur hann verið frekar fyrirsjáanlegur.

West Ham er sagt tilbúið að selja Kudus en Newcastle og Liverpool hafa einnig áhuga á honum.

Kudus skoraði 18 mörk og lagði upp sjö á síðasta tímabili en hann hefur komið að fjórum á yfirstandandi leiktíð. Hann er 24 ára gamall og er landsliðsmaður Gana.
Athugasemdir
banner
banner
banner