Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 09:07
Elvar Geir Magnússon
Kortrijk þegar búið að finna eftirmann Freys
Yves Vanderhaeghe.
Yves Vanderhaeghe.
Mynd: EPA
Freyr Alexandersson og Jonathan Hartmann aðstoðarmaður hans voru látnir fara.
Freyr Alexandersson og Jonathan Hartmann aðstoðarmaður hans voru látnir fara.
Mynd: Kortijk
Leiðir skildu hjá Frey Alexanderssyni og belgíska félaginu Kortrijk í gær. Fréttasíðan HLN segir að Kortrijk sé þegar búið að finna eftirmann Freys.

Yves Vanderhaeghe tekur við liðinu í þriðja sinn en hann er 54 ára og stýrði liðinu fyrst 2014-2015, eftir að hafa verið að aðstoðarþjálfari, og svo aftur 2018-2021.

Vanderhaeghe mun stýra Kortrijk út tímabilið og samningurinn framlengist ef honum tekst að halda liðinu uppi.

Freyr er fimmti stjórinn í Belgíu sem er látinn taka pokann sinn á tímabilinu en Belgar eru þekktir fyrir litla þolinmæði í þjálfaramálum.

Gengi Kortrijk á tímabilinu hefur ekki verið gott, einhverjir stuðningsmenn liðsins hafa látið í ljós óánægju sína með varnarsinnaða nálgun liðsins og kallað eftir þjálfarabreytingu. Kortrijk er í 14. sæti í 16 liða deild þegar 18 umferðir eru bunar af deildinni. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og var 0-3 tap á heimavelli gegn Dender lokaleikur liðsins undir stjórn Freys.

Uppfært: Kortrijk hefur staðfest ráðningu Vanderhaeghe.


Athugasemdir
banner
banner