Leiðir skildu hjá Frey Alexanderssyni og belgíska félaginu Kortrijk í gær. Fréttasíðan HLN segir að Kortrijk sé þegar búið að finna eftirmann Freys.
Yves Vanderhaeghe tekur við liðinu í þriðja sinn en hann er 54 ára og stýrði liðinu fyrst 2014-2015, eftir að hafa verið að aðstoðarþjálfari, og svo aftur 2018-2021.
Vanderhaeghe mun stýra Kortrijk út tímabilið og samningurinn framlengist ef honum tekst að halda liðinu uppi.
Yves Vanderhaeghe tekur við liðinu í þriðja sinn en hann er 54 ára og stýrði liðinu fyrst 2014-2015, eftir að hafa verið að aðstoðarþjálfari, og svo aftur 2018-2021.
Vanderhaeghe mun stýra Kortrijk út tímabilið og samningurinn framlengist ef honum tekst að halda liðinu uppi.
Freyr er fimmti stjórinn í Belgíu sem er látinn taka pokann sinn á tímabilinu en Belgar eru þekktir fyrir litla þolinmæði í þjálfaramálum.
Gengi Kortrijk á tímabilinu hefur ekki verið gott, einhverjir stuðningsmenn liðsins hafa látið í ljós óánægju sína með varnarsinnaða nálgun liðsins og kallað eftir þjálfarabreytingu. Kortrijk er í 14. sæti í 16 liða deild þegar 18 umferðir eru bunar af deildinni. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og var 0-3 tap á heimavelli gegn Dender lokaleikur liðsins undir stjórn Freys.
Uppfært: Kortrijk hefur staðfest ráðningu Vanderhaeghe.
???????????????? ???????????????????????????????????????????????? ???????????????????? ???????????? ???????????? ????
— KV Kortrijk (@kvkofficieel) December 18, 2024
Yves Vanderhaeghe tekent vandaag een contract als hoofdcoach bij de Kerels tot het einde van het seizoen met optie ??
????Lees de volledige communicatie via de link ??https://t.co/0wu71lQJL5#KerelsStrijdenDoor ?????? pic.twitter.com/bFelPvrb8B
Athugasemdir