Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi birtir færslu - „Ekki hafa áhyggjur af mér"
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Kortrijk
Freyr Alexandersson hefur tjáð líttillega um viðskilnað sinn við belgíska félagið Kortrijk.

Freyr var ráðinn til Kortrijk í upphafi árs. Þá var liðið í vonlausri stöðu í neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar, en Freyr náði að bjarga liðinu frá falli með ótrúlegum endaspretti. Í gær var hann svo rekinn en það hefur gengið erfiðlega á yfirstandandi tímabili.

Freyr vildi ekki veita viðtal að svo stöddu þegar Fótbolti.net sóttist eftir því en hann birti stutta færslu á Instagram í dag.

„Ég vil þakka fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina," sagði Freyr á Instagram. „Ég kann virkilega að meta það."

„Ekki hafa áhyggjur af mér. Ég vissi alveg hvað ég var að fara út í. Vegferðin hefur verið frábær."

Tekur Freyr við landsliðinu?
Freyr er 42 ára og hefur að undanförnu verið sterklega orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. KSÍ er í þjálfaraleit eftir að Age Hareide lagði þjálfaramöppuna á hilluna í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner