Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Midtjylland og Benfica spennt fyrir Alexander Mána
Fagnar hér marki gegn Spáni með U17 í haust.
Fagnar hér marki gegn Spáni með U17 í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
Unglingalandsliðsmaðurinn Alexander Máni Guðjónsson hefur undanfarið ár vakið athygli og farið á reynslu hjá þremur stórum félögum. Það eru Midtjylland og FCK í Danmörku og Benfica í Portúgal. Tipsbladet fjallar um að Midtjylland og Benfica hafi áhuga á Alexander en FCK hafi dregið sig úr baráttunni.

Alexander er 15 ára framherji sem þreytti frumraun sína með meistaraflokki í sumar. Hann varð þriðji yngsti leikmaður í sögu Stjörnunnar þegar hann kom inn á 14 ára og 343 daga gamall.

Hann var á dögunum með Midtjylland á Adidas Cup í Brasilíu, skoraði gegn Independiente del Valle og var maður leiksins. Í þremur öðrum leikjum kom hann inn á sem varamaður. Þetta var í annað sinn sem Alexander fer á reynslu til Midtjylland.

Alexander getur ekki gengið í raðir erlends félags fyrr en hann verður 16 ára og verður það félag að kaupa hann af Stjörnunni þar sem hann er samningsbundinn.

Þrír ungir Stjörnumenn eru þegar farnir til Danmerkur. Daníel Freyr Kristjánsson er samningsbundinn Midtjylland og er á láni hjá Fredericia í B-deildinni. Tómas Óli Kristjánsson er hjá AGF og Gunnar Orri Olsen er hjá FCK.

Alexander Máni er sonur Guðjóns Baldvinssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner