Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er enginn að móðga neinn með því að senda tilboð"
Víkingar gerðu tilboð í Gylfa á dögunum.
Víkingar gerðu tilboð í Gylfa á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Þór Jónasson, sóknarmaður HK.
Atli Þór Jónasson, sóknarmaður HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmannamarkaðurinn á Íslandi er núna á fullu og alls konar sögur sem hafa verið í gangi. Víkingar hafa styrkt lið sitt með Daníel Hafsteinssyni og Sveini Margeiri Haukssyni úr KA.

„Við tókum Danna og Svein Margeir sem var hrikalega öflugt hjá okkur. Þeir eru frábærir leikmenn og flottir strákar félagslega. Þú mátt ekki sofna á verðinum í þessum leik. Það er hægt að horfa á ákveðin félög í heiminum sem hafa sofnað á verðinum í þessum málum og þá er íþróttin fljót að refsa þér," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net í dag.

„Það er mikið í gangi, margar sögusagnir. Við erum líka örugglega að fara að missa leikmenn og við verðum að vera vel vakandi og á tánum. Þetta er mjög áhugaverður tími."

Víkingur bauð eins og frægt er orðið í Gylfa Þór Sigurðsson sem samningsbundinn er Val út næsta tímabil. Valsmenn litu á það tilboð sem grín. Gylfi er 36 ára miðjumaður sem skoraði 11 mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili. Víkingar hafa einnig boðið í Atla Þór Jónasson, sóknarmann HK.

„Þegar stórir bitar gætu mögulega haft áhuga á að koma til okkar þá verðum við að bregðast við því. Við könnum þá hug viðkomandi félaga. Það er enginn að móðga neinn með því að senda tilboð. Svo er líka erlendur markaður en við erum fyrst og fremst að leita að sterkum íslenskum leikmönnum. Það er forgangsatriði. Það er ekki stór hópur af leikmönnum sem er að fara að bæta okkar lið verulega. Það sama má segja um Breiðablik og okkar samkeppnisaðila. Þegar stórir bitar eru lausir þá eru þessi stærstu félög að kljást um þá. Svo er það bara leikmannana að velja hvert þeir vilja fara," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner