Breiðablik er í miðvarðarleit því félagið vill fá inn mann í stað Damirs Muminovic sem mun spilað fyrri hluta næsta Íslandsmóts, hið minnsta, með DPMM í Brúnei.
Róbert Orri Þorkelsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, hefur verið orðaður við heimkomu til Íslands og Breiðablik verið nefnt til sögunnar. Róbert er samningslaus eftir að samningur hans við CF Montreal er að renna út. Hann lék á láni með Kongsvinger í norsku B-deildinni á liðinni leiktíð. Montreal keypti hann af Breiðabliki sumarið 2021.
Róbert Orri ætti kannski að vera augljósasta skotmark Breiðabliks en Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir að félagið hafi ekki rætt við Róbert um heimkomu.
Róbert Orri Þorkelsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, hefur verið orðaður við heimkomu til Íslands og Breiðablik verið nefnt til sögunnar. Róbert er samningslaus eftir að samningur hans við CF Montreal er að renna út. Hann lék á láni með Kongsvinger í norsku B-deildinni á liðinni leiktíð. Montreal keypti hann af Breiðabliki sumarið 2021.
Róbert Orri ætti kannski að vera augljósasta skotmark Breiðabliks en Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir að félagið hafi ekki rætt við Róbert um heimkomu.
„Við erum ekki búnir að ræða við Róbert. Það er sama með hann og aðra unga leikmenn - þó að hann myndi klárlega styrkja okkur - þá hreinlega vona ég að hann verði úti. Hann átti gott tímabil með Kongsvinger, var í fyrsta skipti í mjög langan tíma heill og var að spila viku eftir viku og leik eftir leik. Ég vona að hann hamri það járn og haldi áfram úti. Við höfum ekkert nálgast hann, ég geri ráð fyrir að hann verði áfram úti og haldi áfram að þróa sinn feril. Hann er frábær leikmaður og þvílíkur toppdrengur."
En ef hann kæmi til Íslands, þá hefur Breiðablik áhuga, eða hvað?
„Það er engin spurning, að sjálfsögðu. Mér finnst skrítið samt, þegar menn eru búnir að taka skrefið út, að það sé verið að reyna selja mönnum það að koma heim. Mér finnst að við ættum frekar að við taka utan um það að þeir séu úti og að þeir láti reyna á það. Oft þurfa menn að harka aðeins í gegnum hlutina til að uppskera. Hann er mjög sterkur karakter og hefur alla burði til að eiga flottan feril," segir Dóri
Athugasemdir