Hatar ekki að vera líkt við Xavi
Jóhann Árni Gunnarsson mun leika með Fjölni í sumar. Hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á dögunum.
Jóhann er miðjumaður sem varð tvítugur fyrr í þessum mánuði. Fótbolti.net hafði samband við hann á dögunum og spurði hann út í síðasta tímabil.
Jóhann skoraði fjögur mörk í átján leikjum þegar Fjölnir féll úr efstu deild.
Jóhann er miðjumaður sem varð tvítugur fyrr í þessum mánuði. Fótbolti.net hafði samband við hann á dögunum og spurði hann út í síðasta tímabil.
Jóhann skoraði fjögur mörk í átján leikjum þegar Fjölnir féll úr efstu deild.
Varstu sáttur við eigin frammistöðu? Hvað hefði mátt fara betur?
„Nei, ég var ekki sáttur, ég átti leiki þar sem ég spilaði vel og sýndi að ég get spilað á þessu leveli en alltof margir leikir þar sem ég átti mikið inni. Ég þarf að bæta stöðugleika í mínum leik," sagði Jóhann Árni.
Að Fjölni, ykkur tókst ekki að vinna leik í fyrra. Settist það á sálina hjá þér?
„Já, klárlega settist það á sálina hjá mér. Það var mjög erfitt að leggja sig allan í leikina og spila góða leiki en tapa svo á einhverjum trúðamörkum."
Þegar þið fóruð inn í tímabilið, án fyrrum fyrirliða Bergvins Ólafssonar, fannst þér þið vera nægilega sterkt lið til að halda ykkur uppi?
„Mér fannst það á þeim tíma já, en eftir á hefðum við þurft að styrkja okkur fyrr. Við fengum góða útlendinga á miðju tímabili en það hefði þurft að gerast fyrr."
Talað um að ykkur hafi vantað alvöru framherja, ertu sammála því? Hvað hefði senter gert til að hjálpa ykkur?
„Það sem okkur vantaði í senterinn var að halda í boltann eftir að hafa verið að verjast lengi. Við vorum með mikinn hraða frammi en okkur vantaði að fremsti maður hefði haldið boltanum uppi, það hefði gert okkur auðveldara fyrir. Svo vantaði okkur auðvitað mörk líka."
Ertu oft kallaður íslenski Xavi eða er það bara Þórður Gunnar [Hafþórsson] sem fer í slíkar samlíkingar?
„Aðallega Þórður og svo Eysteinn Þorri (aka EY-Z) sem hafa verið að vinna með þetta. Maður er samt ekkert að hata það að vera líkt við Xavi," sagði Jóhann Árni.
Athugasemdir