Markvörður KR, Beitir Ólafsson, er hættur í boltanum. Beitir hefur spilað fyrir félagið síðan 2017 en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2019.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í vetur að Beitir væri tilbúinn að taka eitt tímabil í viðbót en hann hefur hinsvegar ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna.
Spurning er hvað KR gerir í markmannsmálum sínum en Aron Snær Friðriksson, fyrrum markvörður Fylkis, var varamarkvörður á liðnu tímabili og spilaði nokkra leiki. KR endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í vetur að Beitir væri tilbúinn að taka eitt tímabil í viðbót en hann hefur hinsvegar ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna.
Spurning er hvað KR gerir í markmannsmálum sínum en Aron Snær Friðriksson, fyrrum markvörður Fylkis, var varamarkvörður á liðnu tímabili og spilaði nokkra leiki. KR endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar.
Tilkynning KR:
Beitir leggur markmannshanskana á hilluna.
Beitir Ólafsson (36), hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna og hefur því spilað sinn síðasta leik fyrir KR.
Beitir, sem er uppalinn HK-ingur, lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir KR sumarið 2017 og hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið og varð Íslandsmeistari með liðinu 2019.
Beitir hefur verið frábær félagi innan vallar sem utan og verður mikil eftirsjá eftir honum. KR þakkar Beiti fyrir sitt framlag til KR s.l. 5 ár.
Takk Beitir!
Athugasemdir