Aldrei áður hafa eins margir Íslendingar spilað fótbolta á Ítalíu og þeim fjölgar með hverri vikunni. Í þessum upphitunarþætti verður farið yfir stöðu Íslensku strákanna og hitað upp fyrir Serie A sem hefst um helgina. Tekst Internazionale að verja titilinn? Verður endurkoma Allegris eins og endurkoma Marcellos Lippis? Hvernig mun Jose Mourinho ganga í borginni eilífu? Ítalski boltinn - Þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að spila.
Ítalski boltinn er hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson er umsjónarmaður.
Hlustaðu í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.
Athugasemdir