Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 20. ágúst 2023 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Kristófer Páll spáir í 18. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Kristófer Páll er spámaður umferðinnar
Kristófer Páll er spámaður umferðinnar
Mynd: Reynir Sandgerði
Oumar Diouck skorar þrennu
Oumar Diouck skorar þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnór Gauti mun einnig skora þrennu
Arnór Gauti mun einnig skora þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson heldur áfram í sama gír
Viktor Jónsson heldur áfram í sama gír
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
18. umferð Lengjudeildar karla hefst í dag með fjórum leikjum en það er Kristófer Páll Viðarsson, leikmaður Reynis Sandgerðis, sem spáir að þessu sinni.

Kristófer Páll er lykilmaður í liði Reynis sem er á toppnum í 3. deild karla.

Benóný Breki Andrésson, leikmaður KR, spáði fyrir um hárrétt úrslit í tveimur leikjum í síðustu umferð.

Leiknir R 0 - 3 Vestri (Í dag klukkan 14:00)
Grindavík brutu Leiknismenn í síðustu umferð. Veit ekki hverjir skora fyrri tvö mörkin en Tufa innsiglar öruggan útisigur.

Njarðvík 4 - 3 Afturelding (Í dag klukkan 14:00)
Omar Diouck og Arnór gauti henda í sitthvora þrennuna. Hreggi ákveður að fá ekki rautt í þetta skiptið og skorar sigurmark í uppbótartíma.

Selfoss 2 - 0 Þór (Í dag klukkan 18:00)
#GT20 skorar bæði mörkin í þægilegum heimasigri.

Þróttur 1 - 2 ÍA (Í dag klukkan 19:15)
Viktor Jóns skorar bæði mörk ÍA gegn sínum gömlu. Lennon klórar í bakkann af punktinum undir lokinn.

Ægir 1 - 0 Grótta (Á morgun klukkan 18:00)
Arnar Logi skorar eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik. Alvöru iðnaður eftir það. Vil minna Ægismenn á að kraftaverkin hafa gerst, Leiknir Fásk 2016 ágætis dæmi.

Fjölnir 1 - 3 Grindavík (Á morgun klukkan 18:00)
Máni skorar fyrsta mark leiksins. Þá fer vélin að malla, Gaui jafnar beint úr aukaspyrnu eftir góða kennslu síðasta ár. Simon skorar með skalla og kemur mínum mönnum yfir. Svo er það það HAMMERTIME, leikur á 3 og setur hann í gegnum klofið á markmanninn.

Fyrri spámenn:
Björn Axel Guðjónsson (5 réttir)
Arnþór Ari Atlason (4 réttir)
Eggert Aron Guðmundsson (4 réttir)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Nablinn (2 réttir)
Benóný Breki (2 réttir)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Kjartan Kári Halldórsson (0 réttir)
Hrannar Björn Steingrímsson (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner