Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 20. ágúst 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
Króatískur dómari á heimavelli hamingjunnar
Ante Culina dæmir leikinn á fimmtudag.
Ante Culina dæmir leikinn á fimmtudag.
Mynd: Getty Images
Á fimmtudagskvöld klukkan 18:00 verður fyrri viðureign Víkings og Santa Coloma frá Andorra í umspili Sambandsdeildarinnar. Sigurliðið í einvíginu fer í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Fyrri leikurinn verður á Víkingsvelli, heimavelli hamingjunnar.

Króatískt dómarateymi sér um að dæma leikinn en þar fer fremstur í flokki Ante Culina sem er aðaldómari leiksins.

Hann er 31 árs og hefur dæmt alþjóðlega leiki síðan 2022.

Notast verður við VAR myndbandstæknina og Fran Jovic heitir VAR dómari leiksins.

Athugasemdir
banner
banner
banner