Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. nóvember 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Jó spáir í Bandaríkin - Wales
Aron Jó
Aron Jó
Mynd: Getty Images
Lokaleikur dagsins á HM er seinni viðureignin í B-riðli mótsins. Það er viðureign Bandaríkjanna og Wales.

Með þessum liðum í riðli eru England og Íran og mættust þau fyrr í dag.

Spámaður leiksins fyrir Fótbolta.net er fyrsti Íslendingurinn sem spilaði á HM, sjálfur Aron Jóhannsson frá Mobile í Alabama. Aron lék með bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu og er hægt að hlusta á hann ræða um þá upplifun í HM hringborðinu.

Bandaríkin 2 - 1 Wales
Ég held og vona að mínir menn í USA taki þetta.

Mér sýnist á öllu að þetta endi 2-1 fyrir USA. Þetta verður ekki auðveldur leikur þar sem Wales er með gott og agað lið. Það verður gaman að sjá liðið sem USA stillir upp í dag, margir leikmenn að berjast um sömu stöður og sumir í góðu leikformi en aðrir ekki. Með tvo Leedsara og LeBron James of soccer getum við varla klúðrað þessu.

Fyrirliðinn, Tyler Adams gæti verið eini leikmaðurinn í heiminum sem hleypur meira en Ágúst Hlynsson. Hann mun bossa miðjuna svo hinir geta leyft sér að spara sig i hlaupum til baka. Sonur minn og uppáhalds leikmaður Birkis Más Sævars hann Brendan mun setja eitt mark svo mun Josh Sargent skora hitt.
HM hringborðið - Fyrsti Íslendingurinn sem komst á stærsta sviðið
Athugasemdir
banner
banner
banner