Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Niðurstaðan að ÍBV braut ekki reglur KSÍ
Mynd: ÍBV
Fótbolti.net greindi frá því í desember að Leiknir hefði kvartað til KSÍ vegna framkomu ÍBV.

Leiknismenn voru ósáttir við aðdraganda félagaskipta Omar Sowe frá Leikni til ÍBV. Leiknismenn voru á því að Eyjamenn hefðu rætt við Sowe á meðan hann var samningsbundinn leikmaður félagsins og án þess að láta Leikni vita.

Leiknir gerði þá kröfu að ÍBV yrði beitt refsikenndum viðurlögum. KSÍ hefur úrskurðað í málinu og niðurstaðan var sú að ÍBV hafði ekki gerst brotlegt.

Málið er sérstakt að því leyti að gildistími samnings Sowe var skráður til 16. nóvember 2024 á vef KSÍ en sá samningur sem bæði Leiknir og Sowe skrifuðu undir rann út þann 31. október. ÍBV vann út frá þeirri dagsetningu þegar félagið hóf viðræður við leikmanninn.

Sowe var tilkynntur sem nýr leikmaður ÍBV 4. nóvember og engin gögn voru til stuðnings þess að viðræður ÍBV við Sowe hafi hafist fyrir 31. október.

Úr úrskurðinum
Óumdeilt er að þann 4. nóvember 2024 birtist tilkynning frá ÍBV um að Omar Sowe hefði undirritað leikmannssamning við ÍBV til tveggja ára. Hefur Leiknir haldið því fram að ÍBV hafi borið að tilkynna Leikni um fyrirhugaðar samningaviðræður við Omar Sowe, sbr. áðurnefnda grein 14.14, enda hafi samningur Omar Sowe við Leikni enn verið í gildi er tilkynnt var um samningsgerð ÍBV við leikmanninn. Því til stuðnings vísar Leiknir til skráningar á leikmannssamningi á milli Omar Sowe og Leiknis á heimasíðu KSÍ, sem var frá 01.02.2023 til 16.11.2024. ÍBV hefur hins vegar haldið því fram að félagið hafi verið í góðri trú um að samningur leikmannsins hafi samkvæmt efni sínu runnið út 31. október 2024 og því hafi ÍBV ekki þurft að uppfylla áskilnað greinar 14.14 í félagaskiptareglugerð KSÍ er félagið hóf að ræða við Omar Sowe.
Athugasemdir
banner