Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ödegaard: Þarna sást hvað við erum færir um að gera
Mynd: EPA
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, átti stórleik er liðið rústaði PSV Eindhoven, 7-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Arsenal varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að skora sjö mörk á útivelli í útsláttarkeppninni.

Ödegaard átti sjálfur magnaðan leik en hann skoraði tvö og lagði upp eitt.

„Ég naut leiksins. Það er alltaf erfitt þegar þú ert að spila á þessu stigi keppninnar og sérstaklega á útivelli þannig mér fannst við gera ótrúlega vel að ná í svona úrslit,“ sagði Ödegaard.

Arsenal hafði farið í gegnum tvo deildarleiki án þess að skora, en í gær sást hvað býr í þessu liði.

„Það er erfitt að útskýra það en ég held að við höfum lagt mikla vinnu í að bæta okkur úr síðustu tveimur leikjum. Í dag sástu hvað við erum færir um að gera og vonandi höldum við áfram á sömu braut.“

„Við vitum hversu mikilvægt hvert einasta mark er og erum við ánægðir með úrslitin,“
sagði Ödegaard.
Athugasemdir
banner
banner
banner