Elín Metta Jensen er að æfa með Val þessa dagana en hún er að koma sér af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hún að prófa sig áfram og tekur eina fótboltaæfingu á viku.
Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi framhaldið, fjölgun á æfingum eða slíkt.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hún að prófa sig áfram og tekur eina fótboltaæfingu á viku.
Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi framhaldið, fjölgun á æfingum eða slíkt.
Elín Metta er þrítug og lék með meistaraflokki Vals 2010-2022. Hún skipti svo í Þrótt 2023 og lék sex leiki með liðinu seinni part tímabilsins.
Hún á að baki 189 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 134 mörk. Hún hefur þá leikið 62 landsleiki og skorað í þeim 16 mörk.
Athugasemdir