Heimild: Guardian
Patrick Assoumou Eyi, reynslumikill þjálfari í Gabon í Vestur-Afríku, hefur verið dæmdur í ævilangt bann af FIFA fyrir kynferðislega misnotkun gegn fjölda leikmanna. Þá er hann sektaður um eina milljón svissneskra franka.
Eyi, sem er þekktur undir gælunafninu 'Capello', er sagður hafa nauðgað drengjum þegar hann var U17 landsliðsþjálfari Gabon og íþróttastjóri efstu deildar landsins.
Einn fyrrum leikmaður sem Eyi þjálfaði segir að hann hafi lokkað drengi á heimili sitt, sem hann hafi kallað Edengarðinn, og þar hafi misnotkunin átt sér stað.
Eyi, sem er þekktur undir gælunafninu 'Capello', er sagður hafa nauðgað drengjum þegar hann var U17 landsliðsþjálfari Gabon og íþróttastjóri efstu deildar landsins.
Einn fyrrum leikmaður sem Eyi þjálfaði segir að hann hafi lokkað drengi á heimili sitt, sem hann hafi kallað Edengarðinn, og þar hafi misnotkunin átt sér stað.
Í dómi FIFA segir að minnsta kosti fjórir einstaklingar hefðu kært Eyi og hann sakaður um kynferðisbrot á árunum 2006-2021. Flest brotin hafi átt sér stað þegar fórnarlömbin voru börn.
Guardian fjallar um málið og segir að FIFA sé áfram að rannsaka ásakanir um að forseti fótboltasambandsins í Gabon, Pierre-Alain Mounguengui, hafi hylmt yfir brot Eyi og fleiri þjálfara.
Athugasemdir