Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Liverpool í París og þýskur stórslagur
Liverpool heimsækir PSG
Liverpool heimsækir PSG
Mynd: EPA
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram i kvöld og eru nokkrir stórleikir á dagskrá.

Hollenska liðið Feyenoord tekur á móti Ítalíumeisturum Inter klukkan 17:45.

Síðustu þrír leikirnir hefjast klukkan 20:00. Benfica mætir Barcelona í Portúgal og þá spilar Paris Saint-Germain við Liverpool, heitasta lið Meistaradeildarinnar í ár. Leikurinn er spilaður á Parc des Princes í París.

Færa má rök fyrir því að leikur Bayern München og Bayer Leverkusen sé stærsti leikur kvöldsins en þarna mætast tvö sterkustu lið Þýskalands. Fyrri leikurinn er spilaður á Allianz-leikvanginum.

Leikir dagsins:
17:45 Feyenoord - Inter
20:00 Benfica - Barcelona
20:00 PSG - Liverpool
20:00 Bayern - Leverkusen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner