Angel Di María og Florentino Luis verða ekki með Benfica gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Leikmennirnir hafa verið frá vegna meiðsla síðustu þrjár vikur og æfðu ekki í gær.
Luis er varnarsinnaður miðjumaður og einn af lykilmönnum Benfica á meðan Di María hefur verið að spila hálfgert aukahlutverk síðan hann gekk aftur í raðir Benfica á síðasta ári.
Di María, sem er 37 ára, er að elta eftirsótt met en hann er í öðru sæti á listanum með 41 stoðsendingu, einni á eftir Cristiano Ronaldo.
Bruno Lage, þjálfari Benfica, segist ekki vita hvenær þeir verði klárir í slaginn, en vonast þó til þess þeir verði klárir fyrir síðari leikinn.
Athugasemdir