Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Carragher biðst afsökunar á klaufalegu orðalagi varðandi Afríkumótið
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: EPA
Mo Salah gæti unnið Ballon d'Or
Mo Salah gæti unnið Ballon d'Or
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sparkspekingur á CBS og Sky Sports, baðst í gær afsökunar á klaufalegu orðalagi þegar hann sagði að Afríkumótið væri ekki stórmót og hefði ekki áhrif á það hvort Mohamed Salah myndi vinna Ballon d'Or á árinu.

Ummæli Carragher fóru fyrir brjóstið á mörgum Afríkubúum og fyrrum leikmönnum afrískra landsliða.

Fannst þeim hann sýna mikla vanvirðingu við afrískan fótbolta, en Carragher sagðist þó ekki hafa meint það þannig.

„Ég er með mjög sterkar skoðanir á leiknum, elska umræðu og það mun aldrei breytast, en ég myndi aldrei vilja vera lýst sem fávísum eða manni sem sýnir vanvirðingu.“

„Þannig að það var aldrei markmið mitt og hvort sem það tengist leikmanni, félagi, landi, álfu eða alþjóðlegu stórmóti eða hverju sem er. Það sem ég myndi segja, og þar sem mér varð á, er að ég var klaufalegur í orðalagi mínu þegar ég var að lýsa Afríkumótinu og að það væri ekki stórmót.“

„Ég var að reyna útskýra verðleikann á því að Mo Salah gæti unnið Ballon d'Or og eins og þú sagðir að það væri ekki bara Afríkumótið heldur líka Asíuleikarnir, Gullmótið, kannski ekki Copa America, en það eru fimm stórmót fyrir utan HM sem eru fyrir álfurnar og eru auðvitað stórmót, en sum þeirra hafa ekki alveg sömu þýðingu fyrir fólkinu sem kýs fyrir Ballon d'Or.“

„Það var ekki skoðun, heldur staðreynd ef við horfum á þá sem hafa unnið Ballon d'Or síðustu 40-50 árin. Þannig já, ég hef verið að kalla eftir því að Mo Salah verði fyrsti afríski leikmaðurinn til að vinna Ballon d'Or síðan George Weah gerði um miðjan tíunda áratuginn, en eins og ég kom inn á hérna áðan þá hefði ég getað verið skýrari í máli mínu og það er eitthvað sem ég mun vinna í að laga.“

„Horfðu á EM og á hvaða stað það mót er núna og síðan önnur mót, Sum þeirra eiga meira við þá sem kjósa fyrir þessi verðlaun, sem eru blaðamenn, landsliðsþjálfarar og fyrirliðar landsliða,“
sagði Carragher í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner