Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City ætlar ekki að reka Ruud van Nistelrooy þrátt fyrir slakt gengi liðsins undanfarið.
Leicester hefur aðeins unnið tvo leiki síðan Van Nistelrooy tók við liðinu í lok nóvember.
Liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar og tapað fjórum í röð, en næsti leikur liðsins er gegn Chelsea.
Football Insider segir að þrátt fyrir slakt gengi sé starf Van Nistelrooy ekki í hættu og hefur Leicester engin áform um að gera breytingar.
Félagið hefur fulla trú á hollenska stjóranum og að hann geti snúið gengi liðsins við en það er nú fimm stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir