Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari PSV: Áttum ekki séns
Peter Bosz
Peter Bosz
Mynd: EPA
Peter Bosz, þjálfari PSV í Hollandi, segir að liðið hafi ekki átt séns í Arsenal í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Arsenal gersamlega gekk yfir PSV með því að skora sjö mörk gegn einu.

Enska liðið gerði út um einvígið í þessum leik og viðurkennir Bosz að PSV hafi aldrei átt séns.

„Skelfilegt kvöld hjá okkur. Við áttum ekki séns. Það komu kannski tvö augnablik í leiknum og fyrsta færið okkar kom eftir fimmtán mínútur þegar við settum boltann í slá og síðan þegar seinna gula spjaldið átti að koma, sem gat komið okkur aftur inn í leikinn.“

„Fótboltalega séð áttum við ekki möguleika. Við vorum ekki í okkar besta formi og Arsenal spilaði frábærlega. Við áttum ekki séns í kvöld,“
sagði Bosz.

Er ábyrgðin á þjálfaranum eða leikmönnum?

„Báðum. Þetta var slakt frá okkur, það er alveg klárt mál. Þetta var ekki fótboltinn sem við erum vanir að spila og Arsenal gerði mjög vel.“

„Við vorum með plan eftir að hafa greint þá og héldum að við gætum sært þá einhvers staðar en ef þú horfðir á hvernig við vörðumst þá var það alveg skelfilegt. Þú getur ekki náð árangri með að spila á þennan hátt.“

„Ég gat ekki ímyndað mér að við gætum tapað svona stórt þannig leikmennirnir voru auðvitað vonsviknir. Það er mikilvægt fyrir okkur að snúa aftur í deildinni eftir nokkra daga. Við munum greina þennan leik og hjálpa leikmönnunum því ef þú tapar svona stórt þá þurfa þeir á hjálpinni að halda.“

„Við þurfum að sætta okkur við þetta en það er ótrúlega erfitt. Við verðum að gera það sem fyrst því það eru aðeins tíu leikir eftir og við þurfum mennina í það,“
sagði Bosz.
Athugasemdir
banner
banner