Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 11:08
Elvar Geir Magnússon
Vilja harðari refsingu eftir brotið glórulausa
Tæklingin stórhættulega.
Tæklingin stórhættulega.
Mynd: Skjáskot/Youtube
Enska fótboltasambandið vill lengja þriggja leikja bannið sem Liam Roberts, markvörður Millwall, fær fyrir hættulega tæklingu sína á Jean-Philippe Mateta, sóknarmann Crystal Palace í bikarleiknum um helgina.

Roberts fékk rautt spjald snemma leiks fyrir að koma á flugi í átt að Mateta með takkana á lofti. Það þurfti að sauma 25 spor við vinstra eyrað á Matera. Enska sambandið segir ljóst að hefðbundið þriggja leikja bann sé klárlega of væg refsing miðað við brotið.

Steve Parish, stjórnarformaður Palace, segir að þetta hafi verið glórulausasta brot sem hann hafi séð. Millwall segir í yfirlýsingu að félagið muni halda áfram að styðja Roberts eftir „skelfileg skilaboð“ sem hann hafi fengið á samfélagsmiðlum.


Athugasemdir
banner
banner
banner