Spænski miðillinn Fichajes fullyrðir að Real Madrid hafi lagt fram tilboð í franska varnarmanninn Castello Lukeba sem er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi.
Lukeba er 22 ára gamall og verið að gera vel með Leipzig á þessari leiktíð.
Hann er á lista hjá stærstu félögum Evrópu en Real Madrid talinn líklegasti áfangastaður Frakkans, enda er félagið í mikilli varnarmannakrísu.
Fichajes segir að Real Madrid hafi nú lagt fram 65 milljóna evra tilboð í Lukeba og leiðir nú kapphlaupið en Liverpool og Chelsea eru einnig sögð í baráttuni.
Lukeba á 1 A-landsleik að baki með Frökkum og spilaði þá á Ólympíuleikunum með U23 ára liðinu síðasta sumar er það hafnaði í öðru sæti.
Athugasemdir