Íslenski Knattspyrnuskólinn fer fram í San Pedro á Spáni um mánaðamótin júlí - ágúst 2025. Það er ferðaskrifstofan Verdi sem býður upp á ferðina og við ræddum við Sigurð Gunnarsson verkefnastjóra um ferðina.
Lestu um ferðina á vef Verdi
Lestu um ferðina á vef Verdi
Hver er sérstaða skólans ?
Hún felst í nafninu - skólinn er er alíslenskur - það er að segja öll dagskrá ; Fótboltaleg og félagsleg er búin til af íslendingum og þjálfararnir eru íslenskir. Allt nema aðstaðan og veðrið.
Af hverju íslenskir þjálfarar ?
Sú skoðun var lengi vel ríkjandi að erlendir þjálfarar væru betri en íslenskir þjálfarar. En auðvitað í besta falli orkaði það tvímælis.
Eftir EM karla 2016 var íslensk knattspyrna var mikið í sviðljósinu eftir góðan árangur landsliðanna okkar. Við munum Víkingaklappið sem var tekið í öllum mögulegum og ómögulegum stöðum vítt og breitt í heiminum og þáttagerðamenn frá erlendum sjónvarpsstöðvum voru sendir til Íslands til að komast að leyndarmálinu á bak við árangur landsliðanna okkar, kvenna sem karla..
Niðurstaða þeirra var að aðal skýringin væri sú að vel væri staðið að allri unglingaþjálfun hér allir unglingaþjálfarar hér menntaðir ( öfugt við flestar aðrar þjóðir ) og aðstaðan væri frábær þrátt fyrir að að vera ásetin vegna fjölda þeirra sem æfðu fótbolta.
Þá var rétti tímapunkturinn til að stofna skólann.
Skólinn var stofnaður 2016, hvernig kom það til?
Að stofna svona skóla var ekki ný hugmynd en allt hefur sinn tíma. Heimir Hallgrímsson fyrrum þjálfari karlalandsliðsins fór fyrir smáum hópi, sem stofnaði skólann.
Markmiðið var skóli sem væri tækifæri fyrir áhugasama fótboltakrakka á aldrinum 13-17 ára vildu æfa í viku á Spáni við allar bestu hugsanlegu aðstæður undir stjórn vel menntaðra, reynslumikilla íslenska þjálfara - í sól og blíðu. Þjálfara sem þekkja allar þær aðstæður bæði fótboltalegar og félagslegar sem iðkendur hér glíma við og geta síðan komið öllum skilaboðum hratt og auðveldlega til skila á skiljanlegan hátt.
Fyrir utan æfingarnar, fylgja þjálfararnir krökkunum eftir öll kvöld, hrista hópinn saman, eru með félagslega dagskrá og fyrirlestara sem tengjast fótbolta.
Hvernig er aðstaðan þarna?
Aðstaðan er auðvitað geggjuð á Pinatar Arena, sem er ein allra besta fótboltamiðstöð Spánar. Þar er öll aðstaða sérhönnuð með þarfir knattspyrnufólks í huga. 6 frábærir FIFA fótboltavellir, einn 7 manna völlur, líkamsrækt, spa osfrv. Þangað koma mörg af þekktustu liðunum reglulega í æfingabúðir, spænsku landsliðin osfrv.
Öll önnur aðstaða er í takti við markmið. Þegar mikið er æft í miklum hita verður allt sem þarf að vera til staðar . Hótelið sem dvalið er á er mjög gott og fullnægir öllum nauðsynlegum kröfum um hvíld og næringu.
Svo er auðvitað gert ýmislegt til skemmtunar, farið á ströndina og vatnsrennibrautargarð svo eitthvað sé nefnt.
Skólinn hefur verið vel bókaður frá upphafi. Sumarið 2025 er engin undatekning og eru aðeins 8 sæti laus í skólann.
- Hægt að skoða facebook síðu skólans 2025
- Sjá á heimasíðu Verdi :
Athugasemdir