
Varnarmaðurinn Ethan Ampadu var valinn sem besti leikmaður vallarins er Wales gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrstu umferð HM í kvöld
Bandaríkin voru með verðskuldaða forystu í fyrri hálfleik en Wales náði að jafna á lokakaflanum og komst Gareth Bale nálægt því að stela sigrinum.
Antonee Robinson, vinstri bakvörður Bandaríkjanna og Fulham, var bestur í sínu liði ásamt Christian Pulisic sem lagði upp eina mark liðsins. Þeir fá 8 í einkunn hjá Sky Sports, en Timothy Weah sem skoraði fær 7 fyrir sinn þátt.
Ampadu er eini leikmaður vallarins sem fær 9 í einkunn en liðsfélagar hans Joe Rodon, Chris Mepham og Kieffer Moore sem kom inn af bekknum fá 8 fyrir sína frammistöðu.
Ampadu er leikmaður Spezia í Serie A á Ítalíu, þar er hann liðsfélagi Mikael Egils Ellertssonar.
Bandaríkin: Turner (6), Dest (6), Zimmerman (7), Ream (7), Robinson (8), McKennie (7), Adams (6), Musah (6), Weah (7), Sargent (6), Pulisic (8).
Varamenn: Aaronson (6), Yedlin (6), Wright (5), Acosta (6)
Wales: Hennessey (6), Davies (7), Rodon (8), Mepham (8), Williams (7), Ampadu (9), Ramsey (6), Roberts (6), Wilson (6), James (5), Bale (7).
Varamenn: Moore (8), Johnson (6)