Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. nóvember 2022 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish stóð við stóru orðin - Fagnaði fyrir Finlay
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish kom inn á sem varamaður og var á skotskónum þegar England vann stórsigur á Íran í fyrsta leik sínum á HM.

Fagn Grealish vakti athygli en það var tileinkað hans stærsta aðdáanda sem hann hitti áður en hann fór til Katar til að spila á heimsmeistaramótinu.

Strákurinn sem heitir Finlay er með CP - hreyfihömlun (e. cerebral palsy). Hann sendi Grealish hjartnæmt bréf og fékk í kjölfarið að hitta hetju sína.

Systir Grealish er að glíma við sömu veikindi og hann þekkir því vel hvað Finlay þarf að takast á við. Það var gríðarlega fallegt að sjá það þegar Grealish hitti Finlay fyrir stuttu síðan.

Grealish bauðst til að gera fagn fyrir Finlay og bað hann strákinn unga um uppástungu að fagni. Grealish tók svo það fagn þegar hann skoraði í dag.



Athugasemdir
banner
banner