Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 21. nóvember 2022 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Bale bjargaði stigi fyrir Wales
Mynd: EPA

Bandaríkin 1 - 1 Wales
1-0 Timothy Weah ('36)
1-1 Gareth Bale ('82, víti)


Bandaríkin og Wales áttust við í síðasta leik fyrstu umferðar B-riðils heimsmeistaramótsins í Katar.

Bandaríkjamenn stjórnuðu gangi mála í fyrri hálfleik og verðskulduðu að leiða 1-0 í leikhlé eftir að Timothy Weah skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Christian Pulisic.

Walesverjar voru betri í síðari hálfleik og fengu góð færi en tókst ekki að gera jöfnunarmark fyrr en á lokakaflanum þegar Walker Zimmerman braut klaufalega á Gareth Bale innan vítateigs. Bale steig sjálfur á vítapunktinn og jafnaði með fastri spyrnu sem Matt Turner hafði hendurnar í en gat alls ekki stöðvað.

Staðan var því jöfn á lokakafla leiksins en hvorugu liði tókst að gera sigurmark í níu mínútna uppbótartíma.

Staðan í B-riðli er því eftirfarandi eftir fyrstu umferð:
1. England 3 stig 6-2
2. Bandaríkin 1 stig 1-1
3. Wales 1 stig 1-1
4. Íran 0 stig 2-6


Athugasemdir
banner
banner