Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. nóvember 2022 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Kouyate borinn útaf eftir samskipti við De Jong
Kouyate virðist hafa rifið vöðva.
Kouyate virðist hafa rifið vöðva.
Mynd: EPA

Holland lagði Senegal að velli í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í dag og var dagurinn sérstaklega súr fyrir Cheikhou Kouyate, miðjumann Senegal.


Hann fékk það erfiða verkefni að spila á móti hinum feykiöfluga Frenkie de Jong á miðjunni og stóð sig þokkalega vel í leiknum en var skipt útaf á 74. mínútu eftir samstuð við De Jong.

Kouyate fór upp í skallabolta og á leiðinni niður sló De Jong í viðkvæmt svæði. Kouyate var í kjölfarið borinn af velli og kom Pape Gueye, leikmaður Marseille, inn í hans stað.

Ólíklegt er að Kouyate hafi verið borinn af velli vegna höggsins frá De Jong. Það lítur út fyrir að hann hafi rifið vöðva aftan í læri í stökkinu og gæti misst af restinni af HM.

Hinn 32 ára gamli Kouyate er leikmaður Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni eftir átta ár hjá Crystal Palace og West Ham.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner