
Marcus Rashford varð í dag þriðji sneggsti leikmaður HM-sögunnar til að skora mark komandi inn af varamannabekknum.
Rashford kom inn á 70. mínútu fyrir Bukayo Saka og var búinn að skora 49 sekúndum síðar.
Rashford skoraði í 6-2 stórsigri Englendinga gegn Íran í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins.
England á eftir að spila við Bandaríkin og Wales í vegferð sinni til að komast upp úr B-riðli.
England-Íran.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022
70. mínúta: Marcus Rashford kemur inn á.
71. mínúta: Marcus Rashford skorar. pic.twitter.com/ABybMx9BDi
Athugasemdir