
Bandaríkin og Wales skildu jöfn 1-1 í fyrstu umferð HM í kvöld og var leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2.
Bandaríkjamenn voru betri í fyrri hálfleik og verðskulduðu forystuna eftir laglegt mark Timothy Weah en Walesverjar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik.
Þeir velsku voru öflugir og komust nálægt því að jafna áður en Gareth Bale gerði loks jöfnunarmark úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.
Jöfnunarmarkið kom á lokakafla leiksins og tókst hvorugu liði að stela sigrinum. Sanngjarnt jafntefli þar sem Bandaríkin voru betri í fyrri hálfleik og Wales í þeim seinni.
Og þar með lauk degi 2 á HM í Katar þegar Bandaríkin og Wales gerðu 1-1 jafntefli. Fyrsti leikur Wales á HM í 64 ár. pic.twitter.com/9SUgkwWUGy
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022
Athugasemdir