Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. nóvember 2022 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu það helsta úr jafntefli Bandaríkjanna við Wales
Mynd: EPA

Bandaríkin og Wales skildu jöfn 1-1 í fyrstu umferð HM í kvöld og var leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2.


Bandaríkjamenn voru betri í fyrri hálfleik og verðskulduðu forystuna eftir laglegt mark Timothy Weah en Walesverjar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik.

Þeir velsku voru öflugir og komust nálægt því að jafna áður en Gareth Bale gerði loks jöfnunarmark úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Jöfnunarmarkið kom á lokakafla leiksins og tókst hvorugu liði að stela sigrinum. Sanngjarnt jafntefli þar sem Bandaríkin voru betri í fyrri hálfleik og Wales í þeim seinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner