
Holland lagði Senegal að velli með tveimur mörkum gegn engu í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í Katar.
Holland jafnaði þar með Ekvador á stigum og markatölu á toppi B-riðils en Senegal deilir botnsætinu með heimamönnum í Katar.
Viðureign Hollendinga og Senegala var hörkuspennandi þar sem Afríkumeistararnir gáfu ekkert eftir og virtust líklegri til að skora þar til Hollendingar tóku forystuna.
Cody Gakpo skoraði með skalla eftir úthlaup Edouard Mendy á 84. mínútu og innsiglaði Davy Klaassen sigurinn seint í uppbótartíma.
Þetta var síðbúið hjá Hollendingum en þeir náðu þó sigri í sínum fyrsta leik á HM síðan 2014. pic.twitter.com/gWI8wF7294
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022
Athugasemdir