
Það fór í heimsfréttirnar þegar stuðningsmenn Ekvador tóku að heimta bjór í leikhléi opnunarleiks HM í Katar.
Ekvador vann þar flottan 0-2 sigur á heimamönnum en stuðningsmenn voru bjórþyrstir og ósáttir með ákvörðun stjórnvalda í Katar að banna bjórsölu á leikvöngum.
Stuðningsmenn Túnis eru ekki mikið fyrir bjórinn, enda ekki margir múslimar sem leyfa sér að neyta áfengis, en þeir eru hrifnir af öðrum vímugjafa sem þeir sungu um á götum Al Rayyan, þar sem þeir mæta Dönum í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Auk Danmerkur er Túnis með Ástralíu og heimsmeisturunum frá Frakklandi í riðli.
Ecuadorianerna sjöng om öl på premiären. Tunisierna i souken är på jakt efter andra grejer. pic.twitter.com/xa58AILS3Q
— Erik Niva (@ErikNiva) November 20, 2022
Athugasemdir