
Hinn 22 ára gamli Timothy Weah skoraði eina mark Bandaríkjanna í 1-1 jafntefli gegn Wales í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins.
Weah kom Bandaríkjamönnum yfir í fyrri hálfleik með góðu marki eftir frábæran undirbúning frá Christian Pulisic.
Hann uppfyllti þannig ævilangan draum föðurs sins, George Weah, sem vann Gullknöttinn 1995 og skoraði í heildina 58 mörk í 147 leikjum með AC Milan.
Weah var landsliðsmaður Líberíu en komst aldrei á HM með þjóð sinni.
Fyrir mótið sagði George frá draumi sínum um að skora á HM og hversu stoltur hann yrði ef hann fengi að upplifa drauminn í gegnum son sinn.
George Weah, sem lék meðal annars fyrir Mónakó, PSG og Manchester City, hefur verið forseti Líberíu í rétt tæplega fimm ár.
George Weah, the only African player to have won the Ballon d’Or, and arguably the greatest player the continent has produced never played in a #FIFAWorldCup.
— 101 Great Goals (@101greatgoals) November 21, 2022
Timothy Weah, his son, has just gone and scored in one. Legacy 🤝 pic.twitter.com/bNALl3tKws